Friday, March 02, 2007

Fös

Sit hér heima með Litla-Svepp veikan og er að fara að smíða hakk og spaghettí. Gaman að því. Drullast svo til vinnu á eftir.

Dr. Gunni á það til að komast skemmtilega að orði. T.d. (nú er ég kannski að brjóta einhver höfundarréttarlög, en hann lemur mig þá bara) þegar hann sagði nýverið:

"26.02.07
Í gær var dagurinn sem VG varð aftur að 10% flokki. Það gerðist þegar Agli Helgasyni tókst glottandi og lúmskur að veiða það upp úr foringjanum að hann myndi gjarnan koma upp "netlögreglu". Steingrímur var auðvitað of heyrnarlaus af jarmi jákórs helgarinnar og móðursjúku helgislepjunni síðustu daga til að fatta hvaða fasísku vitleysu hann var að láta út úr sér. Einmitt, netlöggu! Svona eins og í Kína. Og banna svo bara allt klám. Svona eins og í miðausturlöndum. Vei frábært."

Annars er Eldri-Sveppur hjá mér yfir helgina, ég er að spila á hverfisbar í Breiðholtinu annað kvöld, Sportbar eitthvað á efri hæð dekkjaverkstæðis. Vonandi verður gaman að því. Breiðhyltingar fjölmennið. Aðrir geta þambað hægðir.

Hvað um það, lag dagsins er Hliðrænt barn með hljómsveitinni Flýtir. Upptakan er lífs.

10 Comments:

Blogger Gauti said...

skemmtileg beinþýðing . . þó svo að íslenska þýðingin á Analog hafi allatf pirrað mig. Ekki við þig að sakast samt Ingvar minn . . hliðrænt er meira sama og parallel og það kemur analog ekkert við.
Serial og parallel eru digitalísk hugtök . . allt í rugli og enginn skilur . . láta vera að búa til íslensk orð yfir hlutina ef það er ekki skilningur á bakvið.
Tónlist er Analog . . er tónlist hliðræn þá ?

1:31 PM  
Anonymous nidurgangur.blog.is said...

Hey Ingvar. Mér hefur tekist að sannfæra 116 manns um að kjósa gegn áróðri þínum í póliTÍK, hver svo sem hann verður. Þannig að ef þú talar gegn VG á síðunni þá fá VG 116 atkvæði. Ef þú aftur á móti talar (skrifar) gegn D-flokk þá hefurðu tryggt þér og þínum 116 atkvæði í komandi kosningum. nú er að vega og meta kosti og galla.

11:27 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þarna er ykkur kommunum rétt lýst, skoðanakúgun, hótanir og þvinganir. Drullastu bara aftur heim til Leníngrad, sameignarsinninn þinn!

Hvað geri ég til að eignast 116 dygga fylgismenn í valdaráninu mínu? Ég yrði nú aldeilis frábær einræðisherra og lofa að senda Heiðu í Júróvisjón - það er forgangsverkefni.

11:39 AM  
Blogger Haraldur said...

Jæja, það fer ekki mikið fyrir málefnalegri umræðu á þessum síðum.

Það er hlaupið upp til handa og fóta ef fólk minnist á netlöggu? Bara anda djúpt og íhuga betur hvað maðurinn á við. Gaman að sjá allt írafárið sem virðist skapast hér á landi þegar ákveðin orð eru nefnd; "klámráðstefna" og femínistar og pólitíkusar hlaupa upp til handa og fóta - "netlögga" og frjálshyggjumenn missa það...

En þó ég sé á engan hátt skoðunarbróðir þinn, Ingvar minn, er ég bróðir þinn í tónlistinni (er það ekki sætt?)....

Kveðjur,
Halli Rauði

9:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Rushandi lag hjá þér takk fyrir það.

Bryn.

1:46 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Halli, orðið "netlögga" er svosem ekki málið. Það eru hinsvegar útskýringar Steingríms á starfsemi þessarar lögregludeildar sem valda mér ugg. Sé ekki mun á að fylgjast með netnotkun landsmanna, hvaða síður þeir skoða og hvað þeir skrifa annarsvegar og símhlerunum hinsvegar. Þar sem flokksforinginn hefur haft uppi stór orð um símhleranir fortíðarinnar finnst mér hann þarna vera í svolítilli mótsögn við sjálfan sig, en það er nú ekkert nýtt.

Svo hef ég ekki mikið álit á fólki sem segist vilja bæta kjör almennings, en notar atkvæðisrétt sinn á þingi til að kjósa gegn skattalækkunum og lækkun á matvöruverði. Álíka slæmt og þegar hann sagði nei við bjórnum og ljósvakamiðlum öðrum en ríkisreknum.

9:06 PM  
Anonymous þórey Inga said...

Það er gott að við búum í landi þar sem mikið frjálsræði ríkir í ÖLLUM málefnum.....

Hér eru allir jafnir...en sumir þó jafnari en aðrir....

Annars er ég bara fegin að búa ekki í Kína eða Rússlandi...ekki hægt að fá Nonnabita þar!!!

10:36 PM  
Blogger Gauti said...

nei . . enginn Nonnabiti hér í DK heldur :(

9:47 PM  
Blogger Ingolfur said...

Mig er farið að gruna að VG séu bara kommar.
Baestu kveðjur til jr með von um góðan bata.
Von að hann hræðist mig ekki lengur.

12:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

bendi þér á síðuna hans Hrannars sem er kvikmyndanjörður og er með dóma á síðu sinni.
http://don.blog.is/blog/don/

Svo nenni ég ekki að leiðrétta í þér bullið um Steingrím vin minn einu sinni enn. Þú verður bara að fá að hafa þína skoðun, væni. Ekki mun ég þó deila skoðunum þínum með þér.
Hitti Hauk, litla frænda, með betri helmingin þvílíkt frambyggðan um helgina. Það var gaman. Svo ættuð þið famílían að fá ykkur hafragraut á morgnana svo þið farið að ná heilsu einhverntíma.
AV

12:47 AM  

Post a Comment

<< Home