Wednesday, March 07, 2007

Röfl og skemmtilegheit

Jú, ekki er í heimi hér eintómt volæði og bull. Margt er alveg frábært.

Eldri-Sveppur var hjá mér um sl. helgi og endaði að sjálfsögðu á því að vera barnapía allan tímann og hitti pabba sinn varla neitt. Við náðum þó að góna á The Departed, sem er jú eðalræma í alla staði og mælum við báðir endalaust með henni.

Á laugardaginn lék ég og söng einn míns liðs á Sportbarnum í Jafnaseli, sem gæti talist vera hverfispöbbinn minn. Það var bara nokkuð gaman, sérstaklega eftir að Svenni barþjónn mætti á svæðið og tók á því. Gott ef kerlingin mín mætti ekki líka ásamt samstarfskonu sinni, alveg á sneplunum. Þannig er hún jú líka skást, híhíhí.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home